Mæðgur látnar eftir snákabit

Á milli 81.000 og 138.000 manns látast af völdum snákabita …
Á milli 81.000 og 138.000 manns látast af völdum snákabita á ári. AFP

Indversk móðir og þriggja ára gömul dóttir hennar eru látnar eftir að móðirin var bitin af snáki. Að sögn BBC hefur atvikið valdið miklu uppnámi í Indlandi.

Móðirin áttaði sig ekki á því að hún hefði verið bitin og gaf dóttur sinni að drekka af brjósti. Mæðgurnar voru báðar látnar áður en þær komust á spítala.

Fréttir af atvikinu berast sama dag og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að snákabit væru komin í alþjóðlegan heilsufarslegan forgang.

Á milli 81.000 og 138.000 manns látast af völdum snákabita á ári, og á um helmingur þeirra sér stað á Indlandi.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru um fimm milljónir manna bitnar af snákum ár hvert, en bitin valda eitrun í um helmingi tilfella.

Snákabit geta valdið öllu frá sjónblindu til aflimunar og hundruð þúsunda manns glíma við líkamlega hömlun í kjölfar þeirra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir snákabit einn vanræktasta hitabeltissjúkdóminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert