Tíu ára þunguð eftir nauðgun stjúpa

Kaþólska kirkjan í Argentínu er mjög á móti hugmyndum um …
Kaþólska kirkjan í Argentínu er mjög á móti hugmyndum um að afglæpavæða fóstureyðingar en málið verður tekið fyrir á þingi 13. júní. AFP

Tíu ára gömul argentínsk stúlka er þunguð eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. Þungunin kom í ljós þegar farið var með stúlkuna á sjúkrahús vegna þrálátra kviðverkja. Þar kom í ljós að hún væri komin 21 viku á leið.

Argentínska þingið mun í næsta mánuði greiða atkvæði um hvort afglæpavæða eigi fóstureyðingar. Miðað við lögin í dag er aðeins heimilt að fara í fóstureyðingu ef um nauðgun hefur verið að ræða eða líf móður í hættu. Aftur á móti má ekki framkvæma fóstureyðingu eftir tólftu viku. 

Samkvæmt yfirvöldum í héraðinu þar sem fjölskyldan býr hafnaði móðir stúlkunnar og stúlkan sjálf því að fara í fóstureyðingu. Yfirvöld eru með bréf frá þeim þar sem þetta kemur fram. Aftur á móti telur aðgerðar- og jafnréttissinninn, Mariana Carvajal, um trúverðugleika bréfsins. 

„Fjölskyldan er skelfingu lostin. Þeir sögðu móðurinni að fóstureyðing væri mjög áhættusöm. Það sem við vitum ekki eru skoðun stúlkunnar. Fóstureyðing er enn möguleg,“  segir Carvajal, stofnandi NiUnaMenos femínistahreyfingarinnar gegn kynbundnu ofbeldi, í viðtali við AFP.

Carvajal bætir því við að barnið hafi verið fyrst lagt inn á sjúkrahús í febrúar en þá var hún ekki komin 12 vikur á leið. Þá var hún greind með hægðatregðu. Það var ekki fyrr en í annarri heimsókn á sjúkrahúsið að hún greindi frá því að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni reglulega. 

Samkvæmt upplýsingum frá UNICEF fæða yfir 2.700 stúlkur á aldrinum 10-14 ára börn í Argentínu á ári hverju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert