Trump hættur við að hætta við fundinn?

AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nú að fundur hans og Kim Jong un, gæti átt sér stað þann 12. júní næstkomandi líkt og fyrirhugað var, þrátt fyrir að hann hafi tilkynnt það í gær að fundinum hefði verið aflýst. BBC greinir frá.

„Við sjáum hvað setur. Fundurinn gæti jafnvel átt sér stað þann 12. júní. Við erum að ræða við þá núna. Þeir vilja mjög mikið eiga fund með okkur og við viljum það líka,“ sagði Trump við fréttamenn fyrr í dag. „Allir spila einhverja leiki,“ bætti hann við.

Í gær sagðist Trump hafa ákveðið að hætta við fundinn, sem átti að eiga sér stað í Singapúr, vegna „mikillar reiði og ódul­ins fjand­skap­ar“ í garð Banda­ríkj­anna í ný­leg­um yf­ir­lýs­ing­um ein­ræðis­stjórn­ar­inn­ar í Norður-Kór­eu. Hann sagði jafnframt að hann vonaðist til að geta átt fund með Kim einhvern tíma síðar.

Seint í gær sagði Kim Kye gwan, varautanríkisráðherra Norður-Kóreu, stjórnvöld í landinu reiðubúin til viðræðna hvenær sem væri. Sagðu hann mjög miður að Trump hefði tekið ákvörðun um að hætta við fundinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert