Sex ára baráttu lauk með sigri

Saga hennar  hafði mikil áhrif á þá ákvörðun írsku þjóðarinnar að samþykkja að afnema bann við fóstureyðingum í síðustu viku. Sa­vita Halapp­ana­var lést af völdum sýkingar eftir að hafa verið synjað um fóstureyðingu árið 2012. Foreldrar hennar segja að loksins fái hún hvíld í gröfinni.

Í minningu Savita Halappanavar.
Í minningu Savita Halappanavar. AFP

Savita Halappanavar lést á írsku sjúkrahúsi í október 2012 eftir að hafa misst fóstur. Fjölskylda hennar segir að hún hafi óskað eftir fóstureyðingu þar sem ljóst hafi verið að fóstrið ógnaði lífi henn­ar, en þrátt fyr­ir ít­rekaða beiðni var þeim hafnað þar sem enn mæld­ist hjart­slátt­ur í fóstr­inu.

Dauði hennar vakti alþjóðlega athygli og um leið deilur. Í kjölfarið hófst herferð fyrir því að breyta fóstureyðingarlöggjöf Írlands. 

Sa­vita Halapp­ana­var var 31 árs gömul þegar hún lést en hún var tannlæknir á Írlandi og komin 17 vikur á leið þegar hún var lögð inn á háskólasjúkrahúsið í Galway. Þetta var hennar fyrsta meðganga.

AFP

Nú tæpum sex árum síðar hafa kjósendur á Írlandi samþykkt að breyta stjórnarskrá landsins þannig að ákvæði um bann við fóstureyðingum verði fellt úr gildi. Rætt er um að nefna ný lög, sem væntanlega verða sett innan tíðar, Savita-lögin.

Móðir Savitu, Akkamahadevi Yelagi, ræddi við BBC á heimili sínu í Belgaum sem er í suðvesturhluta Indlands. Hún segir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sigur fyrir dóttur hennar. „Þetta var orrusta sem tók sex ár og endaði með sigri,“ segir Akkamahadevi Yelagi. „Sál hennar fær hvíld núna.“

Yelagi segir fjölskylduna þakkláta þeim sem börðust fyrir dóttur þeirra. Faðir Savita, Andanappa Yalgi, segist styðja hugmyndir um að nefna nýju lögin Savita-lögin.

AFP

Þegar ljóst varð á laugardag að mikill meirihluti kjósenda hafði samþykkt að afnema áttundu grein stjórnarskrárinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu daginn áður safnaðist hópur fólks saman fyrir utan Dyflinnar-kastala og fagnaði. 

Samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að fella áttundu grein …
Samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða að fella áttundu grein stjórnarskrárinnar úr gildi. Greinin leggur bann við fóstureyðingum. AFP

Veggur tileinkaður Halappanavar í Dyflinni og hefur orðið samkomustaður þeirra sem börðust fyrir stjórnarskrárbreytingunni. Margir hafa skilið eftir blóm þar og handskrifuð skilaboð um að ástæðan fyrir því að viðkomandi hafi ákveðið að greiða atkvæði sé andlát hennar.

Savita Halappanavar var 31 árs þegar hún lést. Hægt hefði …
Savita Halappanavar var 31 árs þegar hún lést. Hægt hefði verið að bjarga lífi hennar hefði hún fengið fóstureyðingu. AFP
AFP
Veggurinn
Veggurinn AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert