4.600 létust á Púertó Ríkó

Bílar á floti í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó, í ...
Bílar á floti í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó, í september. AFP

4.600 manns létust vegna fellibylsins Maríu sem fór yfir Púertó Ríkó í haust. Það er sjötíu sinnum meira mannfall en getið er um í opinberum tölum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Harvard-háskóla sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Þriðjung dauðsfallanna má rekja til skertrar heilbrigðisþjónustu, m.a. vegna rafmagnsleysis, sem og vegna rofs í samgöngum en margir vegir urðu ófærir í kjölfar fellibylsins.

Viðtöl sem tekin voru í tengslum við rannsóknina sýna að dánartíðni jókst um 60% á þremur mánuðunum eftir að fellibylurinn gekk yfir. Samkvæmt opinberum tölum um dauðsföll vegna fellibylsins létust 64 vegna hans.

Sérfræðingar segja að erfitt hafi reynst að meta mannfallið vegna útbreiddrar eyðileggingar á eyjunni.

Púertó Ríkó tilheyrir Bandaríkjunum þótt þar sé töluverð sjálfsstjórn.

mbl.is
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best, at...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...