4.600 létust á Púertó Ríkó

Bílar á floti í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó, í ...
Bílar á floti í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó, í september. AFP

4.600 manns létust vegna fellibylsins Maríu sem fór yfir Púertó Ríkó í haust. Það er sjötíu sinnum meira mannfall en getið er um í opinberum tölum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Harvard-háskóla sem greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Þriðjung dauðsfallanna má rekja til skertrar heilbrigðisþjónustu, m.a. vegna rafmagnsleysis, sem og vegna rofs í samgöngum en margir vegir urðu ófærir í kjölfar fellibylsins.

Viðtöl sem tekin voru í tengslum við rannsóknina sýna að dánartíðni jókst um 60% á þremur mánuðunum eftir að fellibylurinn gekk yfir. Samkvæmt opinberum tölum um dauðsföll vegna fellibylsins létust 64 vegna hans.

Sérfræðingar segja að erfitt hafi reynst að meta mannfallið vegna útbreiddrar eyðileggingar á eyjunni.

Púertó Ríkó tilheyrir Bandaríkjunum þótt þar sé töluverð sjálfsstjórn.

mbl.is
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...