Töldu að feðginin myndu deyja

Júlía Skripal.
Júlía Skripal. AFP

Starfsfólk sjúkrahússins í Salisbury sem bjargaði lífi rússnesku feðginanna, Sergei og Júlíu Skripal, töldu að hvorugt þeirra myndi lifa af. Feðginin urðu fyrir taugagasárás 4. mars og fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury. Starfsfólk sjúkrahússins sem tók á móti þeim á bráðamóttökunni og annaðist þau fyrst á sjúkrahúsinu hafði ekki hugmynd um að þau hefðu orðið fyrir taugagaseitrun í upphafi.

Þetta kemur fram í viðtali við lækna og hjúkrunarfólk á héraðssjúkrahúsinu í Salisbury á BBC. Ekki er komin skýring á því hvers vegna feðginin náðu svo góðum bata á undraverðum hraða miðað við eitrið sem notað var á þau. 

Þegar lögreglumaðurinn Nick Baily var lagður inn með svipuð sjúkdómseinkenni og feðginin fór um starfsfólk sjúkrahússins sem óttaðist hið versta. Baily hafði sinnt feðginunum þar sem þau fundust á bekknum við verslunarmiðstöðina í Salisbury. Á þessum tímapunkti var hvorki vitað hvað amaði að né heldur hvort fleiri hefðu orðið fyrir eitrun.

Eins óttaðist starfsfólk sjúkrahússins um eigin hag, hvort það myndi einnig veikjast. 

BBC

Sergei Skripal skömmu áður en eitrað var fyrir honum.
Sergei Skripal skömmu áður en eitrað var fyrir honum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert