Vilja neyðarfund hjá öryggisráði

Nikki Haley á fundi öryggisráðs SÞ fyrr í mánuðinum.
Nikki Haley á fundi öryggisráðs SÞ fyrr í mánuðinum. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa óskað eftir neyðarfundi hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna eldflauga- og sprengjuárása Palestínumanna á Ísrael.

Búist er við því að öryggisráðið hittist á morgun til að ræða árásirnar á Gasa-svæðinu sem Hamas-samtökin og samtökin Islamic Jihad sögðust ábyrg fyrir.

Ísraelar svöruðu með loftárásum á bækistöðvar samtakanna tvennra.

„Sprengjuárásir palestínskra vígamanna voru gerðar á húsnæði almennra borgara, þar á meðal leikskóla,“ sagði sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, í yfirlýsingu.

Krafðist hún þess að öryggisráðið brygðist við.

Átökin urðu í framhaldinu af mótmælum á Gasa þar sem tugir Palestínumanna voru drepnir af Ísraelum.

mbl.is
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...