Rýmdu tjaldbúðir í París

Sérsveit frönsku lögreglunnar rýmdi í dögun stærstu búðir efna­hags­legra flóttamanna (migrants) í höfuðborginni, París. Alls bjuggu um 1.700 manns í tjöldum í búðunum sem nefndar eru „Millenaire“.

AFP

Fólkinu verður komið tímabundið í húsaskjól á rúmlega 20 stöðum víða í París og úthverfum á meðan yfirvöld fara yfir pappíra þeirra, segir innanríkisráðherra Frakkland, Gerard Collomb, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi frá sér snemma í morgun. 

Fólkið vissi ekki hvað biði þeirra en rýmingin fór afar …
Fólkið vissi ekki hvað biði þeirra en rýmingin fór afar friðsamlega fram. AFP

Sérsveitarmenn (Compagnies Républicaines de Sécurité abbreviated), CRS, komu á staðinn í dagrenningu, sumir og bátum, en búðirnar eru við Saint Denis skurðinn, og aðrir með bílum og fyrirskipuðu fólki að yfirgefa tjöld sín. Þaðan var fólkið flutt með rútum á brott á nýja staði.

Beðið eftir rútum sem flytja fólkið á brott.
Beðið eftir rútum sem flytja fólkið á brott. AFP

Einn þeirra sem AFP fréttastofan ræddi við er frá Líbýu og kom til Parísar fyrir sjö mánuðum síðan. Hann sagðist ekki vita hvert yrði farið með þá. Hann segir að vistin við skurðin hafi verið erfið. Flestir þeirra sem voru í búðunum koma frá Súdan, Sómalíu og Erítreu og eru á flótta undan örbrigð í heimalöndum sínum. 

Rýmingin fór afar friðsamlega fram í morgun.
Rýmingin fór afar friðsamlega fram í morgun. AFP

Fólksflutningurinn tók um sex klukkustundir en eins er unnið að rýmingu í tveimur öðrum tjaldbúðum við St Martin skurðinn. Í öðrum búa um 800 manns en flestir þeirra eru Afganir en í hinum, sem eru í  Porte de la Chapelle, sem er í 18. hverfi, búa 300-400 manns. Ljúka á rýmingu í næstu viku. 

Þetta er í 35 skiptið sem tjaldbúðir sem þessar eru rýmdar í París á þremur árum. 

„Millenaire“ búðirnar.
„Millenaire“ búðirnar. AFP
Flóttamenn fluttir á brott úr „Millenaire“ búðir sem voru meðfram …
Flóttamenn fluttir á brott úr „Millenaire“ búðir sem voru meðfram Canal de Saint-Denis skammt frá Porte de la Villette, í 19. hverfi. AFP
Tjaldbúðir við Saint-Martin skurðinn í París.
Tjaldbúðir við Saint-Martin skurðinn í París. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert