Flóttadrengir særðir af lögreglu

Við landamæri Bosníu og Króatíu.
Við landamæri Bosníu og Króatíu. AFP

Króatíska lögreglan særði tvo tólf ára gamla flóttadrengi alvarlega á landamærum Bosníu en þeir voru farþegar í flutningabíl sem stöðvaði ekki þrátt fyrir að lögregla hafi gefið bílstjóranum merki þar um. Lögreglumennirnir skutu á flutningabílinn en í bílnum voru 29 flóttamenn, þar á meðal drengirnir tveir sem eru frá Afganistan og Írak. 

Atvikið átti sér stað í gærkvöldi. Drengirnir voru fluttir á sjúkrahús og er ástand þeirra stöðugt. 

Ökumaður flutningabílsins, en bíllinn var á austurrískum númerum, flúði inn í skóg og er hans leitað. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var í tvígang reynt að stöðva flutningabílinn án árangurs. Flestir flóttamannanna eru frá Írak og Afganistan en alls voru 15 börn um borð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert