Hæstiréttur dæmdi bakara í vil

Bakarinn Jack Phillips.
Bakarinn Jack Phillips. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur dæmt bakaranum Jack Phillips frá ríkinu Colorado í vil en hann neitaði að baka brúðkaupstertu fyrir samkynhneigt par vegna trúarskoðana sinna.

Í dómi Hæstaréttar, með sjö atkvæðum gegn tveimur, kom fram að þrátt fyrir að mannréttindanefnd í Colorado hafi úrskurðað að bakaríið Masterpiece Cakeshop verði að þjóna öllum viðskiptavinum, sama hver kynhneigð þeirra er, hafi nefndin sýnt af sér „greinilegan og óleyfilegan fjandskap í garð einlægra trúarskoðana“ bakarans.

Þar með braut nefndin á trúarréttindum bakarans samkvæmt bandarísku stjórnarskránni.

Jack Phillips að störfum.
Jack Phillips að störfum. AFP

Hæstiréttur tók aftur á móti ekki eindregna afstöðu til þess hvort fyrirtæki geti neitað að þjóna samkynhneigðum vegna trúarskoðana.

AFP
mbl.is
Heimili í borginni ...Eyjasol ehf.
3ja herb. íbúðir í austurborginni. Gisting fyrir 4-6. Lausir dagar. Góð gisting ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Le Corbusier LC4 Legubekkur með kálfskinni
Legubekkur eftir Le Corbusier með kálfskinni frá fyrirækinu CASINA - Verðhugmy...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...