Hæstiréttur dæmdi bakara í vil

Bakarinn Jack Phillips.
Bakarinn Jack Phillips. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur dæmt bakaranum Jack Phillips frá ríkinu Colorado í vil en hann neitaði að baka brúðkaupstertu fyrir samkynhneigt par vegna trúarskoðana sinna.

Í dómi Hæstaréttar, með sjö atkvæðum gegn tveimur, kom fram að þrátt fyrir að mannréttindanefnd í Colorado hafi úrskurðað að bakaríið Masterpiece Cakeshop verði að þjóna öllum viðskiptavinum, sama hver kynhneigð þeirra er, hafi nefndin sýnt af sér „greinilegan og óleyfilegan fjandskap í garð einlægra trúarskoðana“ bakarans.

Þar með braut nefndin á trúarréttindum bakarans samkvæmt bandarísku stjórnarskránni.

Jack Phillips að störfum.
Jack Phillips að störfum. AFP

Hæstiréttur tók aftur á móti ekki eindregna afstöðu til þess hvort fyrirtæki geti neitað að þjóna samkynhneigðum vegna trúarskoðana.

AFP
mbl.is
Bækur til sölu
Bækur til sölu Eylenda 1-2, Strandamenn, Jarðarbók Árna og Páls 1-11, frumútg., ...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...