May sagði tolla vera „órökrétta“

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir vonbrigðum sínum með „órökrétta“ ákvörðun Bandaríkjanna um að auka tolla á stál- og álvörur í samtali sem hún átti við Donald Trump Bandaríkjaforseta í síma.

Forsætisráðuneyti Bretlands sagði samtalið hafa verið „uppbyggilegt“ og að leiðtogarnir tveir hafi ákveðið að ræða málin betur á fundi G7-ríkja í Kanada síðar í vikunni.

Leiðtogarnir tveir ræddu einnig um stöðu mála í Norður-Kóreu, stöðugleika á olíumarkaði og deiluna í Jemen, þar á meðal þátt Írana í henni.  

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert