Ber enga virðingu fyrir Stormy Daniels

Rudy Giuliani.
Rudy Giuliani. AFP

Rudy Giuliani, einn lögmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta, ber ekki neina virðingu fyrir klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels sem segist hafa sofið hjá Trump árið 2006. Giuliani segir virðingarleysið vera vegna starfs Daniels.

„Ég ber virðingu fyrir konum en ég get hins vegar ekki borið virðingu fyrir konu sem selur líkama sinn til að hægt sé að nota hann í kynferðislegum tilgangi,“ sagði Giuliani.

Lögmaður Daniels, sem hefur lögsótt Trump fyrir ærumeiðingar, sagði að Giuliani væri „svín“.

Giuliani var staddur á ráðstefnu í Ísrael í gær þar sem hann lét ummælin falla. „Mannorð hennar er ekkert. Ef þú selur líkama þinn fyrir peninga þá selurðu mannorðið. Ég er kannski af gamla skólanum hvað þetta varðar,“ sagði hann.

„Ég þekki Donald Trump og veit að eiginkonur hans þrjár hafa allar verið glæsilegar konur. Stormy Daniels?“ sagði Giuliani og hristi höfuðið.

Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata, segir að þarna hafi hinn þríkvænti Giuliani farið langt yfir strikið.

Allt við þetta er rangt

„Hann reynir að halda því fram að vegna þess að eiginkonur Trump eru glæsilegar geti maðurinn ekki níðst á öðrum konur. Allt við þetta er rangt og þetta er móðgandi fyrir allar konur í landinu,“ sagði Warren.

Stormy Daniels.
Stormy Daniels. AFP

„Giuliani hatar konur. Nýjustu ummæli hans er varða umbjóðanda minn, sem stóðst lygapróf og fólk í Bandaríkjunum trúir, eru ógeðsleg og til skammar. Trump virtist ekki sjá neitt rangt við hana árið 2006,“ skrifaði Michael Avenatti, lögfræðingur Daniels, á Twitter.

Daniels heldur því fram að hún og Trump hafi stundað kynlíf í eitt skipti í tengslum við golfmót árið 2006 og að forsetinn hafi ítrekað reynt að endurnýja kynnin. Hún lagði fram kæru á hendur Trump í apríl en hún sakar hann um að reyna að eyðileggja orðspor hennar með því að gera lítið úr ásökunum hennar.

Trump lögsækir Daniels fyrir að hafa rofið samkomulag þeirra á milli. Hún seg­ist hafa skrifað und­ir samn­ing ell­efu dög­um fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016 um að segja ekki frá sam­bandi sínu við Trump og fyr­ir vikið hafi hún fengið áður­nefnda 130 þúsund doll­ara. Michel Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hef­ur viður­kennt að hafa af­hent leik­kon­unni þessa pen­inga, en ekki sagt hvers vegna.

Frétt BBC.

mbl.is
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...