Hlaut lífstíðardóm fyrir hryðjuverk

Rak­hmat Aki­lov fyr­ir rétti í Stokk­hólmi. Hann seg­ist hafa viljað …
Rak­hmat Aki­lov fyr­ir rétti í Stokk­hólmi. Hann seg­ist hafa viljað hefna fyr­ir þátt­töku Svía í bar­átt­unni gegn Ríki íslams. AFP

Rak­hamat Aki­lov var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverk í Stokkhólmi í apríl á síðasta ári. Akilov myrti fimm manns með því að aka flutn­inga­bíl niður fjöl­farna göngu­götu, en einnig voru tugir manna sem særðust í árásinni. 

Aki­lov var ákærður fyr­ir hryðju­verk og til­raun til hryðju­verks, en þegar hann hafði ekið bíl sín­um á veg­far­end­ur reyndi hann, án ár­ang­urs, að kveikja á sprengju­belti sem hann bar á sér. Saksóknari fór fram á lífstíðarfangelsi yfir honum og brottvikningu.

Akilov játaði hryðjuverkin á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins, og sagði markmið sitt hafa verið að „myrða sænska borgara". Hann var einnig fundinn sekur um að hafa „valdið sænsku þjóðinni alvarlegum skaða“ með verknaðinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert