Handaband vekur heimsathygli

Donald Trump og Emmanuel Macron tókust hressilega í hendur í …
Donald Trump og Emmanuel Macron tókust hressilega í hendur í gærkvöldi. AFP

Handaband þeirra á þjóðhátíðardegi Frakka í júlí vakti heimsathygli enda virtist sem hvorugur vildi sleppa og sýna veikleikamerki. Alls héldust þeir í hendur í 29 sekúndur á þeim tíma. En nú virðist annað vera upp á teningnum þegar þeir Donald Trump og Emmanuel Macron hittust á leiðtogafundinum í Kanada.

Svo virðist sem forseti Frakklands snúi upp á hönd starfsbróður síns í Bandaríkjunum af fullu afli á myndum sem fara nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla heimsins. Á annarri mynd séstTrump, sem er 71 árs, kveinka sér undan þéttu handartakiMacron, sem er fertugur að aldri.

Handaband Donald Trump og Emmanuel Macron.
Handaband Donald Trump og Emmanuel Macron. AFP

AFP líkir sambandi þeirra tveggja við rússíbanareið allt frá því þeir hittust í fyrsta skipti í fyrra. Þrátt fyrir að Macron hafi hlotnast sá heiður að heimsækja forseta Bandaríkjanna í apríl í fyrra þá var það aðallega mynd sem sýndi Trump dusta flösu af jakka Frakkans sem vakti athygli. Síðan var það handabandið fræga í París í júlí. Samt sem áður náði handatak þeirra í lok maí í fyrra að vekja athygli þar sem það stóð í nokkrar sekúndur.

Undanfarna daga hafa þeir tekist á í netheimum þar sem Twitter hefur verið orrustuvöllurinn. Þar snerist bardaginn um ákvörðun Trumps um að leggja innflutningstolla á ál og stál frá ríkjum Evrópusambandsins. 

En þrátt fyrir allt þá virðast þeir virða hvor annan. „Við eigum í mjög góður sambandi, mjög sérstöku,“ sagði Trump við fréttamenn eftir að hafa heilsað Macron í gærkvöldi.



AFP
AFP
Donald Trump og Emmanuel Macron.
Donald Trump og Emmanuel Macron. AFP
Donald Trump.
Donald Trump. AFP
Donald Trump og Emmanuel Macron í Kanada.
Donald Trump og Emmanuel Macron í Kanada. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert