„Þetta er erfitt“

Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær. AFP

Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að draga samþykki sitt fyrir sameiginlegri yfirlýsingu G7-ríkjanna til baka var „frekar niðurdrepandi“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari.

„Þetta er erfitt og er niðurdrepandi núna en þetta er enginn endapunktur samstarfsins,“ sagði Merkel við þýsku ríkissjónvarpsstöðina ARD.

Í sameiginlegri yf­ir­lýs­ingu ríkjanna kröfðust þau þess að Rúss­ar myndu hætta að grafa und­an lýðræði. Þá studdu rík­in ásak­an­ir Breta gegn Rúss­um vegna eitr­un­ar á fyrr­ver­andi njósn­ar­an­um Ser­gei Skripal.

Trump sakaði for­sæt­is­ráðherra Kan­ada, Just­in Trudeau, um óheiðarleika. Með því svaraði hann Trudeau sem sagði að Kan­ada­bú­ar myndu ekki láta ráðskast með sig. 

Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Mass, sagði að Trump hefði náð að eyðileggja traust og gott samband Evrópu og Bandaríkjanna með framferði sínu um helgina á fundinum. Evrópa þyrfti nú að standa saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert