„Trudeau stakk okkur í bakið“

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, stakk okkur í bakið á fundi leiðtoga G7 ríkjanna, segir Larry Kudlow, helsti efnahagsráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. „Hann gerði öllum á G7 mikinn óleik,“ bætti Kudlow við í samtali við CNN í dag. 

Að sögn Kudlow slökuðu Bandaríkin á kröfum sínum og tóku þátt í því sem fylgdi í kjölfarið á ráðstefnunni. Síðan hafi Trudeau breytt um stefnu blaðamannafundinum án þeirra vitundar. 

Trudeau sagði fréttamönnum að sú ákvörðun Trump að skírskota til þjóðaröryggis þegar hann reyndi að réttlæta verndartolla Bandaríkjanna á stál og álinnflutning væri ákveðin smán í garð kanadískra uppgjafarhermanna sem stóðu með bandarískum bandamönnum sínum í átökum allt aftur til fyrri heimstyrjaldar. „Kanadamenn eru kurteisir og sanngjarnir en við látum heldur ekki stjórna okkur,“ sagði Trudeau.

Í kjölfarið birti Trump færslu á Twitter um að hann hafi farið fram á það að fulltrúar Bandaríkjanna myndu ekki skrifa undir samkomulagið.

Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, tók þátt í Twitter-stríðinu í dag þar sem hann sakar Trump um að hafa að einhverju leyti eyðilagt samskipti Bandaríkjanna og Evrópu með hegðun sinni í gærkvöldi. 

„Þú getur eyðilagt ótrúlega mikið af trausti á skjótan hátt á Twitter. Þetta gerir það enn mikilvægara en áður að Evrópa standi saman og verji hagsmuni sína á enn harkalegri hátt,“ skrifar Maas á Twitter. „Sameinuð Evrópa er svarið við Bandaríkin fyrst.“

Trump hefur ekkert tjáð sig það sem af er degi á Twitter en hann er kominn til Singapúr þar sem hann mun eiga fund með leiðtoga Norður-Kóreu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
óska eftir vinnu
tvær þýskar stelpur um 25 ára, óska eftir vinnu við sauðfjárbú, hesta eða ferðaþ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...