Vilja fanga í hungurverkfalli frjálsan

Oleg Sentsov.
Oleg Sentsov. AFP

Fjölskylda úkraínska kvikmyndagerðarmannsins Oleg Sentsov biður Valdimir Pútín Rússlandsforseta um að láta Sentsov lausan áður en heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst í Rússlandi á fimmtudag. Sentsov er í hungurverkfalli.

Sentsov var dæmdur í 20 ára fangelsi í rússneskum herrétti fyrir þremur árum síðar en hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hann var handtekinn í Kænugarði eftir að hafa tekið þátt í mótmælum.

„Hann segist munu halda áfram í hungurverkfallinu þar til yfir lýkur og Oleg er sú manngerð sem stendur við orð sín,“ sagði frænka hans, Natalia Kaplan, við Guardian.

„Tíminn er naumur og ég vona að Pútín láti hann lausan sem og alla hina pólitísku fangana frá Úkraínu áður en mótið hefst.“

Sentsov hefur verið í hungurverkfalli síðan 14. maí og ætlar ekki að láta af verkfallsaðgerðum nema allir úkraínskir pólitískir fangar verða látnir lausir. Lögfræðingur Sentsov sagði að skjólstæðingur hans hefði misst átta kíló síðan hungurverkfallið hófst og hann liti alls ekki vel út.

Yfirmenn fangelsisins segjast munu þvinga mat ofan í Sentsov ef verkfallið fer að ógna lífi hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert