„Sérstakur staður í helvíti“

Peter Navarro, ráðgjafi Donalds Trump.
Peter Navarro, ráðgjafi Donalds Trump. AFP

Peter Navarro, viðskiptaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hafi ekki viljað eiga góð samskipti við Trump á fundi G7-ríkjanna um helgina.

„Það er sérstakur staður í helvíti fyrir hvern þann erlenda leiðtoga sem efnir til slæmra samskipta við Donald Trump Bandaríkjaforseta og reynir síðan að stinga hann í bakið á leiðinni út um dyrnar,“ sagði Navarro. 

„Það gerði Justin Trudeau í slæmri trú á blaðamannafundinum og þetta var óheiðarlegt af hans hálfu,“ bætti hann við.

„Ég vil segja við vini mína í Kanada að það er langt síðan kanadískur leiðtogi hefur misreiknað sig eins mikið og þarna.“


Trump sagði á Twitter að Kanada græddi mikið á viðskiptum sínum við Bandaríkin á sama tíma og Bandaríkin fái lítið til baka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert