Spánverjar taka við björgunarbátnum

Læknir án landamæra gefur mat til flóttamanns, sem bjargað var …
Læknir án landamæra gefur mat til flóttamanns, sem bjargað var af skipinu Aquarius í gær. Skipið er á leið til Spánar. AFP

Pedro Sánchez, nýr forsætisráðherra Spánar, segir að ríkið muni taka við björgunarskipi sem strandaði í Miðjarðarhafinu, til að afstýra mannlegu stórslysi.

629 flóttamenn eru um borð í skipinu Aquarius, en þeim var bjargað í sex ólíkum aðgerðum undan ströndum Líbíu. Stjórnvöld á Ítalíu og Möltu hafa bæði neitað skipinu um hafnarleyfi en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið hafa kallað eftir því að löndin komi sér saman um lausn og hafa spænsk stjórnvöld nú hoggið á hnútinn. Skipið kemur að höfn í Valensíu.

Matteo Salvini, nýr innanríkisráðherra Ítalíu, er leiðtogi þjóðernisflokksins Lega Nord. Hann hét því í aðdraganda þingkosninga á dögunum að taka harða afstöðu gegn flóttamönnum. „Það er skylda okkar að bjarga lífum, að breyta Ítalíu í stórar flóttamannabúðir er það ekki.“

Hann neitaði að taka við skipinu og sagði að það væri í höndum Möltu en stjórnvöld þar sögðu skipið falla undir ítalska lögsögu.

Aquarius.
Aquarius. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert