Ákærður fyrir nauðgun í Nóbel-skandal

Katarina Frostenson og eiginmaður hennar, Jean-Claude Arnault.
Katarina Frostenson og eiginmaður hennar, Jean-Claude Arnault. AFP

Franski ljósmyndarinn sem varð þess valdur að afhendingu Nóbelsverðlauna var frestað hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Jean-Claude Arnault er grunaður um tvær nauðganir sem ná aftur til ársins 2011.

Samvkæmt frétt BBC mun Arnault hafa neitað öllum liðum ákærunnar. Sænska akademían ákvað í síðasta mánuði að fresta afhendingu Nóbelsverðlauna vegna gangrýni fyrir að hafa tekið illa á málinu, en Arnault er eiginmaður Kat­ar­inu Frosten­son, fyrrum meðlims akademíunnar.

Saksóknari í málinu segir að sönnunargögn gegn Arnault séu sterk og að þau myndu nægja til sakfellingar. Lögmaður Arnault er hins vegar ekki á sama máli og segir misræmi vera í framburði, að engin tæknileg sönnunargögn séu til staðar og en engin bein vitni, auk þess sem langt sé síðan atburðirnir áttu sér stað.

Báðar nauðganirnar sem Arnault er sakaður um voru framdar gegn sömu konunni, en ekki er enn vitað hver hún er.

Málið komst upp á yfirborðið á síðasta ári í kjöfar #metoo-byltingarinnar þegar 18 konur stigu fram og sökuðu Arnault um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Upp úr dúrnum kom einnig að hann hefði áreitt Viktoríu krónprinsessu Svía kynferðislega í matarboði árið 2004.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...