Trump og Kim takast í hendur

Kim Jong-un og Donald Trump takast í hendur í Singapúr
Kim Jong-un og Donald Trump takast í hendur í Singapúr AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í Singapúr klukkan rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma. Vel fór á með Trump og Kim þegar þeir hittust fyrst og tókust í hendur og að því búnu fóru þeir yfir í fundarsal og var létt yfir þeim á leiðinni. Þegar þangað var komið settust þeir fyrir framan blaðamenn og ljósmyndara og svöruðu spurningum stuttlega, tókust aftur í hendur og voru kampakátir. 

Að þessu loknu viku fulltrúar fjölmiðla úr fundarsalnum og ætlunin var að á fyrsta hluta fundar Trumps og Kims yrðu engir nema þeir tveir, ásamt túlkum. Erlendir miðlar fjölluðu mikið um fundinn og fylgdust með aðdraganda hans, þar með talið bílalestum á leið á fundarstað, og augljóst var að spenna ríkti. Talað hefur verið um að fundurinn sé þegar orðinn sögulegur, enda hafi forseti Bandaríkjanna aldrei fyrr hitt leiðtoga Norður-Kóreu, og Trump og Kim hafa þar til nýlega deilt harkalega. Óvíst er þó um niðurstöðu fundarins eða árangur af honum. 

Á sjónvarpsstöðinni Fox var rætt um að þessi fundur væri ef til vill mikilvægasti leiðtogafundur sem haldinn hefði verið frá því að Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, og Reagan, forseti Bandaríkjanna, hittust í Reykjavík, í Höfða, og ræddu afvopnun. Sá fundur hafi ekki skilað miklu, en þó hafi hann átt þátt í að mál þróuðust áfram og nokkrum árum síðar hafi Sovétríkin og járntjaldið fallið.

Vel fór á með leiðtoga Norður-Kóreu og forseta Bandaríkjanna þegar ...
Vel fór á með leiðtoga Norður-Kóreu og forseta Bandaríkjanna þegar þeir svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fund þeirra. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...