Trump og Kim takast í hendur

Kim Jong-un og Donald Trump takast í hendur í Singapúr
Kim Jong-un og Donald Trump takast í hendur í Singapúr AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í Singapúr klukkan rúmlega eitt í nótt að íslenskum tíma. Vel fór á með Trump og Kim þegar þeir hittust fyrst og tókust í hendur og að því búnu fóru þeir yfir í fundarsal og var létt yfir þeim á leiðinni. Þegar þangað var komið settust þeir fyrir framan blaðamenn og ljósmyndara og svöruðu spurningum stuttlega, tókust aftur í hendur og voru kampakátir. 

Að þessu loknu viku fulltrúar fjölmiðla úr fundarsalnum og ætlunin var að á fyrsta hluta fundar Trumps og Kims yrðu engir nema þeir tveir, ásamt túlkum. Erlendir miðlar fjölluðu mikið um fundinn og fylgdust með aðdraganda hans, þar með talið bílalestum á leið á fundarstað, og augljóst var að spenna ríkti. Talað hefur verið um að fundurinn sé þegar orðinn sögulegur, enda hafi forseti Bandaríkjanna aldrei fyrr hitt leiðtoga Norður-Kóreu, og Trump og Kim hafa þar til nýlega deilt harkalega. Óvíst er þó um niðurstöðu fundarins eða árangur af honum. 

Á sjónvarpsstöðinni Fox var rætt um að þessi fundur væri ef til vill mikilvægasti leiðtogafundur sem haldinn hefði verið frá því að Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, og Reagan, forseti Bandaríkjanna, hittust í Reykjavík, í Höfða, og ræddu afvopnun. Sá fundur hafi ekki skilað miklu, en þó hafi hann átt þátt í að mál þróuðust áfram og nokkrum árum síðar hafi Sovétríkin og járntjaldið fallið.

Vel fór á með leiðtoga Norður-Kóreu og forseta Bandaríkjanna þegar ...
Vel fór á með leiðtoga Norður-Kóreu og forseta Bandaríkjanna þegar þeir svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fund þeirra. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Íbúð óskast til leigu
Íbúð óskast til leigu Óska eftir lítilli 2 herbergja eða rúmgóðri stúdíóíbúð á R...
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Söluverðmat án skuldbindinga og þér að kostnaðarl...