Kínverskur vasi í skókassa selst á 14 milljónir punda

Vasinn þykir einstaklega fallegur og vel varðveittur.
Vasinn þykir einstaklega fallegur og vel varðveittur. AFP

Kínverskur vasi frá 18. öld sem fannst nýverið í skókassa í Frakklandi var í dag seldur á uppboði fyrir rúmar 14 milljónir sterlingspunda eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna.

Vasinn var seldur á uppboði í Sotheby listasölunni París fyrr í dag og seldist á næstum því tuttugu sinnum hærra verði en hann var metinn á. Vasinn er dýrasti staki listmunurinn sem selst hefur hjá Sotheby. Vasinn tilheyrði óþekktri fjölskyldu og fannst nýlega í skókassa á háalofti fjölskyldunnar í Parísarborg. Sérfræðingur Sotheby í asískum listfræðum, Olivier Valmier, segir fegurð vasans einstaka.

„Vasinn er ótrúlegt listaverk. Þetta er eins og að uppgötva verk eftir Caravaggio.“ sagði Valmier samkvæmt vef BBC. Vasinn er þrjátíu sentímetrar, í laginu eins og ljósapera og málaður í grænum, bláum, gulum og fjólubláum tónum, óvenjulega vel varðveittur postúlínsmunur sem gerður var fyrir keisara Qing ættarinnar í Kína. Á vasanum má sjá fugla og annars konar dýr í skóglendi og um háls vasans er gyllt mynstur. Enginn fornmunur sem fundist hefur ber slík smáatriði samkvæmt Valmier.

Smáatriði vasans þykja einstök.
Smáatriði vasans þykja einstök. AFP

Talsmaður Sotheby segir að uppruni vasans hafi verið óþekktur fram að uppboðinu og að listasölunni hafi ekki grunað að verðmæti vasans væri svona gríðarlegt fyrr en uppboðið hófst. Uppboðið stóð í tuttugu mínútur sem þykir einkar langt fyrir slíkan mun en talsverður fjöldi reyndi að hreppa hnossið. Nafn og þjóðerni kaupandans hefur enn ekki verið tilkynnt.

mbl.is
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...