Fjölmiðlar í N-Kóreu himinlifandi

Lestarstjóri í Norður-Kóreu skoðar dagblaðið Rodong Sinmun þar sem sýndar ...
Lestarstjóri í Norður-Kóreu skoðar dagblaðið Rodong Sinmun þar sem sýndar eru myndir frá fundinum. AFP

Norður-kóreskir ríkisfjölmiðlar hafa fagnað fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-ung, leiðtoga Norður-Kóreu, ákaft og telja hann mikinn sigur fyrir landið.

Leiðtogarnir tveir hittust í gær og undirrituðu sáttmála um kjarnaafvopnun og að draga úr spennu á Kóreuskaganum.

Strangt eftirlit er haft með norðurkóreskum fjölmiðlum og mjög sjaldan er greint frá athöfnum Kims Jong-un í rauntíma.

Fundurinn sögulegi í gær var aftur á móti á forsíðum blaðanna í Norður-Kóreu. Dagblaðið Rodong Sinmun sagði að um „fund aldarinnar“ hafi verið að ræða, að sögn BBC

Fréttastofan KCNA birti grein á ensku þar sem hún fagnaði viðræðunum og sagði þær bera vott um söguleg umskipti.

AFP

„Trump lýsti yfir vilja sínum til að stöðva sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, veita Norður-Kóreu tryggingu fyrir auknu öryggi og að aflétta viðskiptaþvingunum. Hann vildi bæta samskipti þjóðanna með samtölum og samningaviðræðum;“ sagði í grein KCNA.

Leiðtogunum tveimur var lýst sem jafningjum á fundinum og vitnað í Kim þar sem hann sagði mikilvægt „að taka ákvarðanir með hugrekki að leiðarljósi um að draga úr pirringi og fjandsamlegum hernaðaraðgerðum á milli þjóða“.

AFP
mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...