Fjölmiðlar í N-Kóreu himinlifandi

Lestarstjóri í Norður-Kóreu skoðar dagblaðið Rodong Sinmun þar sem sýndar ...
Lestarstjóri í Norður-Kóreu skoðar dagblaðið Rodong Sinmun þar sem sýndar eru myndir frá fundinum. AFP

Norður-kóreskir ríkisfjölmiðlar hafa fagnað fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-ung, leiðtoga Norður-Kóreu, ákaft og telja hann mikinn sigur fyrir landið.

Leiðtogarnir tveir hittust í gær og undirrituðu sáttmála um kjarnaafvopnun og að draga úr spennu á Kóreuskaganum.

Strangt eftirlit er haft með norðurkóreskum fjölmiðlum og mjög sjaldan er greint frá athöfnum Kims Jong-un í rauntíma.

Fundurinn sögulegi í gær var aftur á móti á forsíðum blaðanna í Norður-Kóreu. Dagblaðið Rodong Sinmun sagði að um „fund aldarinnar“ hafi verið að ræða, að sögn BBC

Fréttastofan KCNA birti grein á ensku þar sem hún fagnaði viðræðunum og sagði þær bera vott um söguleg umskipti.

AFP

„Trump lýsti yfir vilja sínum til að stöðva sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu, veita Norður-Kóreu tryggingu fyrir auknu öryggi og að aflétta viðskiptaþvingunum. Hann vildi bæta samskipti þjóðanna með samtölum og samningaviðræðum;“ sagði í grein KCNA.

Leiðtogunum tveimur var lýst sem jafningjum á fundinum og vitnað í Kim þar sem hann sagði mikilvægt „að taka ákvarðanir með hugrekki að leiðarljósi um að draga úr pirringi og fjandsamlegum hernaðaraðgerðum á milli þjóða“.

AFP
mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...