Klifurþvottabjörn vekur heimsathygli

Þessi þvottabjörn lætur sér nægja að klifra í tré, annað ...
Þessi þvottabjörn lætur sér nægja að klifra í tré, annað en ofurhuginn sem kleif 23 hæða byggingu. AFP

Þvottabjörn hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að hann klifraði upp 23 hæða byggingu í borginni St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Ofurhuginn, sem kallast #MPRraccoon á samfélagsmiðlum, hlaut athygli eftir að starfsmenn MPR-útvarpsstöðvarinnar í næstu byggingu tóku eftir birninum og sögðu fregnir af honum á Twitter.

Að sögn BBC safnaðist hópur fólks saman til þess að fylgjast með þvottabirninum klifra upp og niður bygginguna, með einstaka pásum sem hann nýtti í að fá sér lúr á gluggasyllum. Þá hafði svæðissjónvarpsstöð klifur bjarnarins í streymi fyrir áhugasama.

Starfsmenn MPR-útvarpsstöðvarinnar urðu varir við brúna veru sem líktist ketti á syllu á fyrstu hæð byggingarinnar á þriðjudagsmorgun. Starfsmenn byggingarinnar ætluðu að hjálpa þvottabirninum niður af syllunni með plönkum en við það virtist dýrið verða hrætt og hélt þess í stað upp á við.

Ofurhuginn mun líklega hafa komist upp á þak byggingarinnar í nótt, en þar bíður hans gildra með mat. Áfangi hans verður þó ekki staðfestur fyrr en dýraverndarsinnar vitja búrsins í dag.

Þvottabjörninn hefur eignast aðdáendur víða sem meðal annars hafa vottað honum virðingu sína með listrænum hætti, eins og sjá má á Twitter-færslunum hér að neðan.mbl.is
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...