Mági Spánarkonungs gert að hefja afplánun

Cristina prinsessa og Inaki Urdangarin yfirgefa dómsal.
Cristina prinsessa og Inaki Urdangarin yfirgefa dómsal. AFP

Mági Spánarkonungs var tilkynnt í dag að hann yrði að gefa sig fram við fangelsisyfirvöld eftir fimm daga til að hefja afplánun vegna spillingarmáls sem hefur verið til mikilla vandræða fyrir konungsfjölskylduna um árabil.

Iñaki Urdangarin er kvæntur Cristinu prinsessu, systur Filippusar Spánarkonungs. Hann hlaut fimm ára og 10 mánaða dóm fyrir fjárdrátt frá opinberri stofnun og skattasvik. Prinsessan var hins vegar í fyrra sýknuð af ákærunum um að hafa aðstoðað eiginmann sinn við skattaundanskot, en hún er fyrst kon­ung­bor­inna Spán­verja til þess að þurfa að svara til saka í saka­máli. 

Upphaflegi dómurinn yfir Ur­d­ang­ar­in, sem státar af ólympíutitli með landsliði Spánar í handbolta, hljóðaði upp í sex ára og þriggja mánaða fang­elsi. Áfrýjunardómstóll stytti hins vegar dóminn á þriðjudag um fimm mánuði.

Cristina og Urdangarin í betri tíð, við brúðkaup í sænsku ...
Cristina og Urdangarin í betri tíð, við brúðkaup í sænsku konungsfjölskyldunni árið 2010. AFP

Ur­d­ang­ar­in hefur fimm daga til að ákveða hvar hann ætlar að afplána dóminn, en það var dómari á Mallorka sem rannsakaði ásak­an­irn­ar. Hjónin eru hins vegar búsett í Sviss.

Urdangarin getur að sögn BBC óskað eftir náðun konungs, en Filippus konungur hefur reynt að skapa fjarlægð milli sín og réttarhaldanna. Svipti hann m.a. þau Christinu og Ur­d­ang­ar­in titl­um sín­um sem her­togi og her­togaynja af Palma de Mall­orka árið 2015.

Urdangarin getur hins vegar einnig leitað á náðir stjórnlagadómstólsins og óskað eftir náðun.

mbl.is
Til leigu
Íbúð til leigu Ca. 100 m2 íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi í suðurhlíðum Kópavogs,...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Honda CRV Executive árg. 2015 - einn eig
Til sölu flott eintak af Hondu CRV Executive disel árgerð 2015. Bíllinn er sjálf...