May stendur af sér Brexit-frumvarp

AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hrósaði sigri í þinginu í gær þegar frumvarp um „þýðingarmikla atkvæðagreiðslu“ (e. meaningful vote) var fellt með 324 atkvæðum gegn 298. Frumvarpið hefði gefið neðri deild breska þingsins aukið vægi í samningaviðræðum Bretlands við Evrópusambandið.

Ef til þess hefði komið að þingið hefði fellt lokasamkomulag bresku ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgönguna úr sambandinu hefði ríkisstjórnin haft viku til að hefja nýjar viðræður. Þá var í frumvarpinu ákvæði um að þingið tæki við samningaviðræðum við Evrópusambandið ef þær hefðu enn ekki skilað niðurstöðu 15. febrúar, rúmum mánuði áður en fyrirhugað er að Bretar gangi úr sambandinu.

Stuttu áður en til atkvæðagreiðslunnar kom í þinginu fundaði May með 14 úr þingflokki Íhaldsmanna sem hugðust styðja tillöguna. Sannfærði May þá um að hún myndi samþykkja grunnhugmyndir tillögu þeirra.

Villikettirnir fjórtán, sem Dominic Grieve fór fyrir, hrósuðu ríkisstjórninni fyrir að hafa tekið vel í hugmyndir þeirra og sögðu ljóst að þeir yrðu hafðir með í ráðum þegar frumvarpið um að yfirgefa ESB fer til lávarðadeildarinnar á mánudag.

mbl.is
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....