Rússar vilja aflétta viðskiptaþvingunum

Rússar telja ferlið eigi að vera gagnkvæmt.
Rússar telja ferlið eigi að vera gagnkvæmt. AFP

Rússar eru á þeirri skoðun að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eigi að aflétta þeim refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum sem lagðar hafa verið á Norður-Kóreu, vegna samkomulags Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, um að stefna að kjarnorkuafvopnun, sem náðist á sögulegum fundi þeirra í gær. AFP-fréttastofan greinir frá.

Í fyrra herti Öryggisráðið viðskiptaþvinganir gegn Norður-Norður og fólu þær meðal annars í sér tak­mark­an­ir á inn­flutn­ingi Norður-Kór­eu á olíu og al­gjört bann við út­flutn­ingi á vefnaðar­vör­um, í þeim til­gangi að svipta ríkið helstu tekju­lind­um og nauðsyn­legu fjár­magni til að halda áfram kjarn­orku- og eld­flauga­áætl­un sinni.

Vassily Nebenzia, fulltrúi Rússlands í öryggisráðinu, telur eðlilegt að tekið verði til skoðunar að aflétta þessum refsiaðgerðum. „Ég tel að það sé eðlilegt að við íhugum að stíga skref í þessa átt. Það er ferli í gangi sem ætti að vera gagnkvæmt. Það ætti að ganga í báðar áttir. Auðvitað sér hinn aðilinn það sem hvatningu til að standa við sitt,“ sagði hann.

Leiðtogarnir komust að samkomulagi um að unnið yrði að algjörri afvopnun kjarnavopna á Kóreuskaga, en þó var enginn tímarammi gefinn upp. Mike Pompeo, utanríksráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar í dag og vonir stæðu til að meiriháttar árangur í kjarnorkuafvopnun myndi nást fyrir lok árs 2020.

mbl.is
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Herbergi til leigu á Álftanesi
Stórt herbergi með húsgögnum, sér baðherbergi og sér inngangi, samtals 30 fermet...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...