Japan lækkar sjálfræðisaldur

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans.
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. AFP

Ný lög voru í gær samþykkt af japönsku ríkisstjórninni sem segja til um að sjálfræðisaldur íbúa muni lækka úr tuttugu árum í átján frá og með apríl 2022. Áfengisaldur landsins verður þó áfram tuttugu ár líkt og hér á landi.

Samkvæmt vef CNN er um að ræða fyrstu lagabreytinguna af þessu tagi í 142 ár. Átján ára einstaklingar geta þá eignast kreditkort, sótt um lán og gift sig án samþykkis foreldra. Í dag geta átján ára karlmenn og sextán ára kvenmenn gift sig með leyfi foreldra. Kosningaaldurinn í Japan hefur verið átján ár frá árinu 2015 þegar hann var lækkaður úr tuttugu árum.

mbl.is
Jarðaberjaplöntur til sölu.
Nokrar plöntur til sölu,er í Garðabæ, 5stk á 1000kr. uppl: 8691204 ....
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...