Óhlýðinn en ekki hlutdrægur

James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI.
James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. AFP

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að James Comey, fyrrverandi yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafi verið „óhlýðinn“ og ekki farið eftir reglum stofnunarinnar þegar hann annaðist rannsókn á Hillary Clinton árið 2016.

Þetta kom fram í skýrslu frá innra eftirliti ráðuneytisins.

Þar sagði aftur á móti að engar sannanir hafi fundist um pólitíska hlutdrægni við rannsóknina á tölvupóstum Clinton, mótframbjóðanda Donalds Trumps til forsetaembættis Bandaríkjanna.

Hugsanlegt er að rannsóknin hafi átt þátt í ósigri hennar í kosningunum.

Tveir fulltrúar FBI voru einnig gagnrýndir í skýrslunni fyrir störf sín. 

Í tísti Comey á Twitter sagðist hann virða niðurstöðuna, enda hafi hann sjálfur hvatt til þess að málið yrði rannsakað.

„Niðurstaðan er skynsamleg, þrátt fyrir að ég sé ekki sammála öllu,“ sagði hann og bætti við að aðstæðurnar sem hann hafi verið í eigi sér ekki hliðstæðu.

Vonaði hann að enginn yfirmaður FBI myndi lenda í slíku aftur.

Niðurstaða skýrslunnar er talin vatn á myllu Trumps en andað hefur köldu á milli hans og Comey eftir að forsetinn rak hann úr embætti fyrr á árinu. 

Frétt BBC um málið

mbl.is
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...