Rússar gagnrýna fjölgun herliðs

Norska Stórþingið.
Norska Stórþingið. Ljósmynd/Norden.org

Rússnesk stjórnvöld gagnrýna Norðmenn vegna áforma norskra stjórnvalda um að óska eftir verulegri fjölgun bandarísks herliðs í landinu. Norðmenn vilja tvöfalda fjölda bandarískra hermanna í landinu og færa aðsetur þeirra nær landamærum Noregs við Rússland.

Rússneska sendiráðið í Noregi skrifaði á Facebook-síðu þess að það hefði verulegar áhyggjur af þessum hugmyndum Norðmanna sem þeir greindu frá eftir fund níu NATO-ríkja með landamæri í austri. 

Frá því á síðasta ári hafa verið 330 bandarískir hermenn í Vaernes í Mið-Noregi en þarlend stjórnvöld vilja fjölga þeim upp í 700 og færa herstöðina til Setermoen, um 420 kílómetrum frá Rússlandi.

mbl.is
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...