Rússar gagnrýna fjölgun herliðs

Norska Stórþingið.
Norska Stórþingið. Ljósmynd/Norden.org

Rússnesk stjórnvöld gagnrýna Norðmenn vegna áforma norskra stjórnvalda um að óska eftir verulegri fjölgun bandarísks herliðs í landinu. Norðmenn vilja tvöfalda fjölda bandarískra hermanna í landinu og færa aðsetur þeirra nær landamærum Noregs við Rússland.

Rússneska sendiráðið í Noregi skrifaði á Facebook-síðu þess að það hefði verulegar áhyggjur af þessum hugmyndum Norðmanna sem þeir greindu frá eftir fund níu NATO-ríkja með landamæri í austri. 

Frá því á síðasta ári hafa verið 330 bandarískir hermenn í Vaernes í Mið-Noregi en þarlend stjórnvöld vilja fjölga þeim upp í 700 og færa herstöðina til Setermoen, um 420 kílómetrum frá Rússlandi.

mbl.is
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...