Mæðgur dæmdar í Bretlandi

Rizlaine Boular.
Rizlaine Boular. AFP

Mæðgur hafa verið dæmdar í fangelsi fyrir að hafa skipulagt hryðjuverkaárás í Bretlandi.

Þær stofnuðu hóp með tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams.

Rizlaine Boular, 22 ára, fékk lífstíðardóm á meðan móðir hennar Mina Dich, sem fæddist í Marokkó, var dæmd í sex ára og níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi, auk fimm ára skilorðsbundið fangelsi.

Boular ætlaði sér að stinga fólk í miðborg London á síðasta ári.

Móðir hennar játaði að hafa aðstoðað við skipulagninguna.

Safaa Boular, 18 ára systir Rizlaine, fékk hugmyndina að árásinni en var í fangelsi á meðan á skipulagningunni stóð.

Systurnar töluðu saman í gegnum síma þar sem þær ræddu árásina. Gekk hún undir dulnefninu Lísa í Undralandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert