Manafort dæmdur til fangelsisvistar

Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps.
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trumps. AFP

Bandarískur alríkisdómstóll hefur dæmt Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til fangelsisvistar þangað til réttarhöld hefjast yfir honum vegna meints peningaþvættis og skattsvika.

Dómarinn Amy Berman Jackson ákvað að draga til baka lausn Manafort gegn tryggingu vegna ásakana um að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni í máli sérstaks saksóknara, Roberts Mueller, gegn honum.

Mueller rannsakar meint áhrif Rússa á bandarísku forsetakosningarnar árið 2016.

Mueller átti að vera í stofufangelsi þangað til réttarhöldin í máli hans hæfust síðar á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert