Trump setur 25% toll á kínverskar vörur   

Donald Trump Bandaríkjaforseta sakar kínversk stjórnvöld um stuld á einkaréttarvarinni …
Donald Trump Bandaríkjaforseta sakar kínversk stjórnvöld um stuld á einkaréttarvarinni tækni. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann hefði sett 25% toll á kínverskar vörur að andvirði um 50 milljarða dollara, að því er BBC greinir frá. Eru tollarnir sagðir vera lagðir á þær vörur sem teljist „iðnaðarlega mikilvæg“ tækni.

Er Trump þar með sagður vera að efna heiti sitt um að refsa fyrir meintan þjófnað á bandarísku hugviti.

Í yfirlýsingu sinni varar forsetinn við því að „auknar álögur“ muni fylgja í kjölfarið ákveði kínversk stjórnvöld að svara í sömu mynt og skattleggja bandarískar vörur og þjónustu.

„Bandaríkin geta ekki lengur búið við það að missa tækni okkar og hugvit vegna óréttlátrar efnahagsiðkunar," hefur AFP eftir Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert