Trump setur 25% toll á kínverskar vörur   

Donald Trump Bandaríkjaforseta sakar kínversk stjórnvöld um stuld á einkaréttarvarinni ...
Donald Trump Bandaríkjaforseta sakar kínversk stjórnvöld um stuld á einkaréttarvarinni tækni. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann hefði sett 25% toll á kínverskar vörur að andvirði um 50 milljarða dollara, að því er BBC greinir frá. Eru tollarnir sagðir vera lagðir á þær vörur sem teljist „iðnaðarlega mikilvæg“ tækni.

Er Trump þar með sagður vera að efna heiti sitt um að refsa fyrir meintan þjófnað á bandarísku hugviti.

Í yfirlýsingu sinni varar forsetinn við því að „auknar álögur“ muni fylgja í kjölfarið ákveði kínversk stjórnvöld að svara í sömu mynt og skattleggja bandarískar vörur og þjónustu.

„Bandaríkin geta ekki lengur búið við það að missa tækni okkar og hugvit vegna óréttlátrar efnahagsiðkunar," hefur AFP eftir Trump.

mbl.is
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...