Hjóla nakin um götur Brussel

Frá hjólreiðum dagsins í Brussel.
Frá hjólreiðum dagsins í Brussel. AFP

Nakið fólk á reiðhjólum er sjón sem hefur blasað við vegfarendum á götum Brusselborgar í Belgíu árlega síðan árið 2005. Dagurinn er haldinn hátíðlegur þriðja laugardag í júní ár hvert og kallast viðburðurinn Cyclonudista, en hann fór einmitt fram í dag.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu framtaksins er tilgangur þess að vekja athygli á því hversu brothættir hjólreiðamenn eru á götum borgarinnar, og er öllum velkomið að taka þátt í deginum með einum eða öðrum hætti.

Eins og sjá má af ljósmyndum og myndbandi af atburðinum fara sumir alla leið í nektinni á meðan aðrir láta sér nægja að vera berir að hluta til.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert