Duque næsti forseti Kólumbíu

Ivan Duque eftir að hann greiddi atkvæði sitt í forsetakosningnum.
Ivan Duque eftir að hann greiddi atkvæði sitt í forsetakosningnum. AFP

Íhaldsmaðurinn Ivan Duque fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Kólumbíu með rúm 54 prósent atkvæða.

Andstæðingur hans, vinstrimaðurinn Gustavo Petro, var með 41,7% þegar búið var að telja tæp 97% atkvæða.

Duque er viðskiptamaður og nýliði í póli­tík. Í kosningabaráttu sinni lagði hann áherslu á að end­ur­rita samn­ing frá 2016 sem heim­il­ar FARC-skæru­liðum að sitja á þingi.

Gustavo Petro.
Gustavo Petro. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert