Kosið öfga á milli í Kólumbíu

Landsmenn kusu á milli tveggja öfga í dag.
Landsmenn kusu á milli tveggja öfga í dag. AFP

Kjörstöðum í Kólumbíu hefur verið lokað eftir aðra umferð forsetakosninga þar í landi sem fram fór í dag, en í kosningunum 27. maí fékk enginn frambjóðandi afgerandi meirihluta atkvæða. Búast má við niðurstöðum á næstu klukkustundum, að sögn fréttastofu BBC.

Af þeim tólf sem voru í framboði fengu þeir Ivan Duque og Gustavo Petro flest atkvæði og því var kosið þeirra á milli í dag. Að sögn BBC er þar um andstæður að ræða. Duque er viðskiptamaður og nýliði í pólitík, en Petro er vinstrisinnaður fyrrum liðsmaður skæruliðahreyfingarinnar M-19.

Spilling, efnahagur landsins og ójöfnuður hafa verið megináherslur í kosningabaráttu á milli frambjóðendanna tveggja. 

Duque vill endurrita samning frá 2016 sem heimilar FARC-skæruliðum að sitja á þingi, og kveðst ætla að endurskoða ýmsa glæpi sem samtökin eiga að hafa framið í langvinnri og hrottalegri baráttu við yfirvöld sem skildi 260 þúsund manns eftir í valnum.

Á hinn bóginn ætlar Petro að taka á félagslegum ójöfnuði, endurúthluta landi og einbeita sér að endurnýtanlegri orku í stað námuiðnaðar í landinu.

Gustavo Petro ásamt fjölskyldu sinni.
Gustavo Petro ásamt fjölskyldu sinni. AFP
Ivan Duque.
Ivan Duque. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert