Mágur konungs í fangelsi

Inaki Urdangarin.
Inaki Urdangarin. AFP

Mágur Spánarkonungs, Inaki Urdangarin, hóf í dag afplánum fimm ára og tíu mánaða fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjármálamisferli. 

Inaki Urdangarin er kvæntur Cristinu, systur Filippusar konungs. Hann var dæmdur fyrir að hafa dregið sér fé úr opinberum sjóðum en rannsókn málsins hófst fyrir nokkrum árum. Áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Urdangarin um að milda refsinguna og var honum því gert að hefja afplánun í dag. 

Samkvæmt fréttum spænskra fjölmiðla var Inaki Urdangarin, sem var þekktur handboltamaður hér áður, mættu til afplánunar í fangelsið í Brieva, sem er í um 100 km fjarlægð frá höfuðborginni, Madríd, klukkan átta að staðartíma, klukkan 6 í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert