Ók inn í hóp vegfarenda

Við upphaf Pinkpop-hátíðarinnar í hollenska bænum Landgraaf á föstudaginn.
Við upphaf Pinkpop-hátíðarinnar í hollenska bænum Landgraaf á föstudaginn. AFP

Einn lést og þrír eru alvarlega slasaðir eftir að sendibifreið var ekið upp á gangstétt við tjaldstæði stórrar tónlistarhátíðar í Hollandi í nótt. Ökumaðurinn flúði af vettvangi og er sendibílsins og ökumannsins leitað að sögn lögreglu.

Atvikið átti sér stað klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma, klukkan fjögur að staðartíma, á Pinkpop-tónlistarhátíðinni í bænum Landgraaf skammt frá þýsku landamærunum. Lögreglan hefur girt af svæðið í kringum slysstaðinn og er lögreglan enn að störfum á vettvangi.

Pinkpop hátíðin hófst á föstudag og er talið að um 67 þúsund gestir séu á hátíðinni en meðal þeirra sem þar hafa komið fram eru Pearl Jam, Foo Fighters og Bruno Mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert