Drottningin minnist litlu systur sinnar

Drottning Hollands, Maxima, sést hér flytja ávarpið í Groningen í …
Drottning Hollands, Maxima, sést hér flytja ávarpið í Groningen í dag. AFP

Drottning Hollands, Maxima, minntist yngri systur sinnar í hjartnæmri ræðu í dag en systir hennar lést fyrr í mánuðinum.

Maxima þakkaði öllum þeim sem hafa sent henni bréf og skilaboð í kjölfar andláts Ines Zorreguieta, sem var 33 ára gömul en hún glímdi við geðræn veikindi, þar á meðal þunglyndi.

„Inaes, elsku litla hæfileikaríka systir mín var veik. Ekkert vakti með henni gleði og hún glímdi við ólæknandi sjúkdóm,“ sagðiMaxima þegar hún heimsótti meðferðarmiðstöð í hollensku borginni Groningen fyrir fólk sem þjáist af alvarlegum veikindum í dag. „Okkar eina huggun er að hún hafi loksins fundið frið.“

Ines Zorreguieta.
Ines Zorreguieta. AFP

Að sögn drottningarinnar veittu bréfin, sem voru gríðarlega mörg, henni huggun og hjálp í kjölfar andláts systur hennar. Eins þakkaði hún fólki þá virðingu sem fólk hefur sýnt fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. 

Maxima, sem er frá Argentínu, flaug ásamt eiginmanni sínum, Willem-Alexander, konungi Hollands og þremur dætrum þeirra til Buenos Aires þar sem þau voru viðstödd útför Ines Zorreguieta fyrr í mánuðinum. Þrátt fyrir að Maxima hafi flutt fyrir mörgum árum til Hollands og hún hafi verið 13 árum eldri en Ines þá voru þær afar nánar. Þegar Maxime og Willem-Alexander gengu í hjónaband var hún brúðarmey og eins guðmóðir yngstu dóttur Maxime, Arienne prinsessu.

Vinir og ættingjar Ines Zorreguieta við útför hennar í Buenos …
Vinir og ættingjar Ines Zorreguieta við útför hennar í Buenos Aires 8. júní. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert