„Kallaðu mig herra forseta“

Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur sjálfu við heimsókn sína í Mont …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti tekur sjálfu við heimsókn sína í Mont Valerien virkið. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseta virðist líka heldur illa við gælunöfn, eins og unglingsstrákur í París fékk að kenna á í gær.

Macron var heilsað af stráknum þegar hann heimsótti Mont Valerien virkið í gær með kveðjunni „Hvernig hefur þú það, Manu?“ Kveðjan virtist falla heldur illa í kramið hjá forsetanum því hann varð nokkuð höstugur og svaraði honum „Nei, þetta getur þú ekki gert, nei, nei, nei, nei.“ Strákurinn bað forsetann strax afsökunar en það forðaði honum þó ekki frá lexíu þjóðhöfðingjans. „Þú ert hér á opinberum viðburði og þú skalt haga þér… Þú skalt kalla mig herra forseta, okei?“

Myndskeið af atvikinu sem birtist í Twitter-færslu forsetans má sjá hér að neðan. 



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert