Einn skotinn til bana á Amager í gær

Tveir árásarmenn skutu manninn til bana um kl. 23 í …
Tveir árásarmenn skutu manninn til bana um kl. 23 í gærkvöldi. Ljósmynd/Wikimedia Commons

36 ára gamall maður var skotinn til bana á Amagerfælledsvej í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Maðurinn var skotinn mörgum skotum og tóku minnst tveir menn þátt í árásinni, sem átti sér stað um kl. 23 að staðartíma.

Eftir skotárásina stungu árásarmennirnir af í stolnum bíl og lögreglan í Kaupmannahöfn telur að þeir hafi síðan kveikt í bifreiðinni í Brøndby í nótt, samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins, DR.

DR segist hafa heimildir fyrir því að hinn látni hafi verið liðsmaður í glæpagenginu Gremium, en lögregla hefur ekki staðfest hvort morðið megi rekja átaka á milli gengja.

Torben Svarrer hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn tók það þó sérstaklega fram að fórnarlamb árásarinnar hefði hvorki verið liðsmaður í glæpagengjunum Brothas né Loyal to Familia, sem áttu í átökum í borginni á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert