Lítil samúð með aðskilnaði móður og stúlku með Downs

Donald Trump Bandaríkjaforseti og fyrrum framboðsstjóri hans, Corey Lewandowski.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og fyrrum framboðsstjóri hans, Corey Lewandowski. AFP

Corey Lewandowski, fyrrum framboðsstjóri Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki ætla að biðjast afsökunar eftir að hafa gert lítið úr sögu tíu ára stúlku með Downs heilkenni sem var aðskilin frá móður sinni eftir að hafa farið ólöglega yfir landamæri Mexikó og Bandaríkjanna.

Í viðtali við Fox fréttastofuna í gærkvöldi minntist Demókratinn Zac Petkanas á atvikssögu um stúlkuna sem hafði verið „tekin frá móður sinni og komið fyrir í búri.“ Sagan virtist ekki fá mikið á Lewandowski sem svaraði einfaldlega „Womp womp.“ Lewandowski harðneitaði svo að biðjast afsökunar fyrir ummælin þegar hann ræddi atvikið við fréttamenn Fox í morgun.

Samkvæmt fréttavef CNN þótti Lewandowski afleitt að biðja barn afsökunar á að vera í þessari stöðu fyrir sakir foreldra þess. Hann sagðist þá frekar ætla að biðja fjölskyldur þeirra einstaklinga sem hafa verið myrtir af ólöglegum innflytjendum afsökunar og gat í því samhengi nefnt þrjá einstaklinga.

Gríðarlegur fjöldi barna hafa verið aðskilin við foreldra sína eftir að hafa farið ólöglega yfir landamærin. Þessi börn hafa svo verið geymd í miðstöðvum sem margir hafa líkt við fangabúðir, á meðan foreldrar þeirra voru fangelsaðir og bíða réttarhalda. Þessi landamærastefna Donald Trump Bandaríkjaforseta og fylgismanna hans hefur ollið gríðarlegri reiði um gervöll Bandaríkin. Trump fundaði í gær með þingmönnum Repúblíkana og er aðgerðaráætlun um afturköllun stefnunnar nú í bígerð. 

Myndband af ummælum Lewandowski á Fox má sjá hér að neðan.

 

mbl.is
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...