Nýr viðskiptaráðherra í Danmörku

Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins.
Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins. Ljósmynd/Twitter

Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins (De Konservatives), verður nýr viðskiptaráðherra Danmerkur, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Jarlov er 41 árs og hefur gegnt þingmennsku frá 2015. 

Brian Mikkelsen hefur gegnt embætti viðskiptaráðherra um tíma en hann lét af embætti í dag þar sem hann mun taka við stöðu framkvæmdastjóra danska Viðskiptaráðsins. 

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að Jarlov muni funda á morgun ásamt Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Margréti Þórhildi Danadrottningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert