Repúblikanar reyna að draga úr skaðanum

Donald Trump Bandaríkjaforseti og þingmenn Repúblikanaflokksins eftir fundinn í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti og þingmenn Repúblikanaflokksins eftir fundinn í gær. AFP

Þingmenn Repúblikanaflokksins funduðu í gær með Donald Trump Bandaríkjaforseta í því skyni að ræða mögulegt frumvarp sem myndi afturkalla hluta þeirra stefnu Bandaríkjanna sem skilur börn ólöglegra innflytjenda við foreldra sína. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að forsetinn styddi frumvarp þeirra færi það í gegn án allra skilyrða.

Bandaríska þingið er nú undir gríðarlegri pressu í kjölfar harðrar gagnrýni vegna athæfis yfirvalda við landamæri ríkisins við Mexíkó. Trump sagði við blaðamenn í gær að nauðsynlegt væri að aðskilja börn og foreldra undir þessum kringumstæðum þar sem börnin gætu ekki fylgt foreldrum sínum í fangelsi. Fyrr í vor hóf dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Jeff Sessions, að framfylgja nýjum lögum um ólöglega innflytjendur, en í þeim felst að hver sá sem fer ólöglega yfir landamærin frá Mexíkó er handtekinn og ákærður.

Framferði Sessions og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af Melaníu Trump forsetafrú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert