Eignaðist stúlku

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, eignaðist stúlku fyrir skömmu. Maður hennar, Clarke Gayford, hefur þegar birt mynd af fjölskyldunni á Twitter undir myllumerkinu #ba­bywatch. Litla stúlkan er því fædd á sama degi og Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sem var fyrst kvenna í embætti þjóðarleiðtoga til þess að fæða barn á meðan hún gegndi embætti forsætisráðherra. Ardern er númer tvö í röðinni.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Nýja-Sjálands segir að móður og dóttur heilsist vel. Í tilkynningu frá Ardern og manni hennar kemur fram að þau séu afar þakklát öllum sem hafi sent þeim kveðjur og fylgst með. Stúlkan fæddist klukkan 16:41 að staðartíma, 11 klukkustundum eftir að Ardern og Gayford komu á sjúkrahúsið í Auckland.

Ardern ætlar að taka sex vikna fæðingarorlof en Gayford, sem er dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi, mun vera áfram í fæðingarorlofi næstu mánuði.

 

 

Mynd af fjölskyldunni.
Mynd af fjölskyldunni. Twitter/Clarke Gayford
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP
mbl.is
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Til sölu Ssangyong kyron árg 2009 ek.
Til sölu Ssangyong kyron árg 2009 ek. 173.000 km. Disel sjálfskiptur. v 1.2m.sko...
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...