Eignaðist stúlku

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, eignaðist stúlku fyrir skömmu. Maður hennar, Clarke Gayford, hefur þegar birt mynd af fjölskyldunni á Twitter undir myllumerkinu #ba­bywatch. Litla stúlkan er því fædd á sama degi og Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sem var fyrst kvenna í embætti þjóðarleiðtoga til þess að fæða barn á meðan hún gegndi embætti forsætisráðherra. Ardern er númer tvö í röðinni.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Nýja-Sjálands segir að móður og dóttur heilsist vel. Í tilkynningu frá Ardern og manni hennar kemur fram að þau séu afar þakklát öllum sem hafi sent þeim kveðjur og fylgst með. Stúlkan fæddist klukkan 16:41 að staðartíma, 11 klukkustundum eftir að Ardern og Gayford komu á sjúkrahúsið í Auckland.

Ardern ætlar að taka sex vikna fæðingarorlof en Gayford, sem er dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi, mun vera áfram í fæðingarorlofi næstu mánuði.

 

 

Mynd af fjölskyldunni.
Mynd af fjölskyldunni. Twitter/Clarke Gayford
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP
mbl.is
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Ný Bridgestone dekk
Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 60 ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...