Trump og Pútín skipuleggja fund í júlí

Leiðtogarnir tveir eru báðir afar umdeildir.
Leiðtogarnir tveir eru báðir afar umdeildir. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og kollegi hans Vladimir Pútín Rússlandsforseti eru nú sagðir vinna að skipulagningu fundar sín á milli sem áætlað er að fari fram um miðjan júlí. Trump mun einnig heimsækja Bretland á svipuðum tíma sem og funda með leiðtogum annarra NATO-ríkja.

Samkvæmt heimildum CNN vildu Trump og bakland hans að fundurinn færi fram í Washington, en Moskva krefst þess að fundurinn fari fram á hlutlausu svæði. Líklegt er að Vínarborg í Austurríki verði fyrir valinu. Fundurinn hefur þó ekki verið staðfestur, en talsmaður Landsöryggisráðs Bandaríkjanna vildi engum fyrirspurnum CNN svara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert