„Hvers konar móðir ól Trump upp?“

Hundruð mótmælenda kom saman fyrir utan bandaríska sendiráðið í Mexíkóborg í dag til að mótmæla innflytjendastefnu Bandaríkjanna sem felur í sér aðskilnað fjölskyldna sem koma yfir landamærin með ólöglegum hætti. 

„Ég hef það á tilfinningunni að Trump glími við ýmsa erfiðleika sem má rekja til barnæsku hans. Hann er ofdekraður krakki og þess vegna spyr ég: Hver annaðist hann, hvers konar barnfóstra hugsaði um hann, hvers konar móðir ól Trump upp?“ spyr einn mómælendanna. 

Fólkið krafðist þess að börnum sem haldið er í sérstökum landamærabúðum verði frelsuð og sameinuð fjölskyldum sínum. Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í fyrradag forsetatilskipun þess efnis að fjölskyldur sem koma ólöglega yfir landamærinverði ekki lengur aðskildar. Alls hafa 2.343 börn verið tekin frá 2.206 foreldrum frá 5. maí til 9. júní og óvíst er hver næstu skref verða, það er hvort og hvernig börnin verða sameinuð fjölskyldum sínum á ný.

<div><span><span>Undanskilinn tilskipuninni er hópur barna sem fer fylgd­ar­laus yfir landa­mær­in frá Mexí­kó og er vistaður í sérstökum móttökustöðvum eða landamærabúðum. </span></span>Sá hóp­ur er mun fjölmennari en sá sem hef­ur verið aðskil­inn frá for­eldr­um sín­um og í gær bárust fregnir af því að h<span>eilbrigðisráðuneyti Banda­ríkj­anna hef­ur falið banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­inu að und­ir­búa mót­töku allt að 20 þúsund barna sem hafa komið til lands­ins með ólög­leg­um hætti án fylgd­ar­manns.</span></div> <div></div><div></div><div><span> </span></div><div></div>
Skilaboðin við sendiráð Bandaríkjanna í Mexíkóborg í dag voru skýr.
Skilaboðin við sendiráð Bandaríkjanna í Mexíkóborg í dag voru skýr. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert