Beðin um að yfirgefa veitingastaðinn

Sanders greinir sjálf frá atvikinu á Twitter.
Sanders greinir sjálf frá atvikinu á Twitter. AFP

Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, var beðin um að yfirgefa veitingastað í Virginíuríki í gærkvöldi sökum starfa hennar fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Sanders greinir frá þessu í tísti en eigandi veitingastaðarins mun hafa lagt það til við hana að víkja á brott.

Sanders segir gjörðir eigandans „segja mun meira um hana en um mig“.

Um er að ræða þriðja sinnið á undanfarinni viku þar sem almennir borgarar reyna að láta í ljós óánægju sína í verki gagnvart embættismönnum eða starfsmönnum ríkisstjórnar Trumps.

Mót­mæl­end­ur púuðu á og æptu að Kir­stjen Niel­sen, heima­varn­ar­ráðherra Banda­ríkj­anna, þar sem hún snæddi á mexí­kósk­um veit­ingastað nærri Hvíta hús­inu í Washingt­on­borg fyrr í vikunni. Hið sama var uppi á teningnum þegar ráðgjafi forsetans, Stephen Miller, hugðist gæða sér á mexíkóskum mat um svipað leyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

VW Fox ágerð 2007
Til sölu vel með farinn VW Fox árg. 2007 ekinn ca. 110.þús Allur nýyfirfarinn og...
Toyota LandCruiser 90 VX 1998
Sjálfskiptur, 3,4 lítra V6 bensínvél. Vel viðhaldið, skoðaður 2019. Ekinn 231 þú...
Aupair í Bandaríkjunum
Við óskum eftir aupair til að aðstoða við að reka heimilið. Vinnan felst fyrst o...
Heima er bezt tímarit
5. tbl. 2018 - Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift - www.heimaerbezt.net ...