Beðin um að yfirgefa veitingastaðinn

Sanders greinir sjálf frá atvikinu á Twitter.
Sanders greinir sjálf frá atvikinu á Twitter. AFP

Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, var beðin um að yfirgefa veitingastað í Virginíuríki í gærkvöldi sökum starfa hennar fyrir ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Sanders greinir frá þessu í tísti en eigandi veitingastaðarins mun hafa lagt það til við hana að víkja á brott.

Sanders segir gjörðir eigandans „segja mun meira um hana en um mig“.

Um er að ræða þriðja sinnið á undanfarinni viku þar sem almennir borgarar reyna að láta í ljós óánægju sína í verki gagnvart embættismönnum eða starfsmönnum ríkisstjórnar Trumps.

Mót­mæl­end­ur púuðu á og æptu að Kir­stjen Niel­sen, heima­varn­ar­ráðherra Banda­ríkj­anna, þar sem hún snæddi á mexí­kósk­um veit­ingastað nærri Hvíta hús­inu í Washingt­on­borg fyrr í vikunni. Hið sama var uppi á teningnum þegar ráðgjafi forsetans, Stephen Miller, hugðist gæða sér á mexíkóskum mat um svipað leyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Sultukrukkur, minibarflöskur og skór...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...