Hávaðamengun frá bitcoin-veri

Gagnaver fyrir bitcoin-námuvinnslu spretta nú upp víða um heim. Þau ...
Gagnaver fyrir bitcoin-námuvinnslu spretta nú upp víða um heim. Þau eru orkufrek. AFP

Svokölluð bitcoin-námuvinnsla er stunduð í stórum stíl í Dale í Hordaland í Noregi en hávaði frá gagnaverinu hefur farið langt umfram leyfileg mörk. Íbúar í grenndinni segjast þurfa að flytja ef látunum linni ekki.

„Ég byrjaði á að bölva þessu en nú er ég orðin örvæntingarfull. Þetta er heilsuspillandi, ég fæ öran hjartslátt og get ekki sofið,“ segir Evy Kvamme í samtali við norska ríkisútvarpið.

Í upphafi árs byrjaði fólk að heyra stöðugan nið eða suð. Tveimur mánuðum síðar kom svo í ljós að hann stafaði frá gagnaveri þar sem um 2.000 stórvirkar tölvur vinna að því allan sólarhringinn að leysa flóknar stærðfræðiformúlur til bitcoin-námugraftar. Áður var þar vefnaðarverksmiðja til húsa.

Gagnaverið er í eigu Kryptovault Dale AS. 

Ætla að fjölga um 50 þúsund tölvur

Samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda er hávaðinn í næsta nágrenni verksmiðjunnar um 20 desíbilum yfir viðmiðunarmörkum. „Það er nokkuð mikið,“ segir verkfræðingurinn Pål Fauske en viðmiðunarmörkin eru 35 desíbil. Hann segir að um hver þrjú desíbil sem hávaði aukist tvöfaldist hann.

Þessu finna íbúar í námunda við verið vel fyrir. „Maður verður að geta notið sín og slakað á eftir vinnu en þess í stað þarftu að loka gluggum. Þetta er óþolandi,“ segir Kvamme.

Þá hefur komið í ljós að Kryptovault hefur ekki fengið starfsleyfi fyrir gagnaveri í gömlu vefnaðarverksmiðjunni. „Við höfum átt í góðum samskiptum við sveitarfélagið um þetta og ef það eru einhver formsatriði sem við höfum ekki farið eftir þá munum við laga það,“ segir talsmaður fyrirtækisins við norska ríkisútvarpið.

Til stendur að fjölga tölvum í gagnaverinu um 50 þúsund. Talsmaður fyrirtækisins segir að slíkt eigi ekki að auka hávaðann frá verinu. Hann segir að nýju tölvurnar verði hljóðlátari.

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...