Erdogan fengið tæp 60% talinna atkvæða

Erdogan Tyrklandsforseti á kjörstað fyrr í dag.
Erdogan Tyrklandsforseti á kjörstað fyrr í dag. AFP

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur forskot á mótframbjóðendur sína í tyrknesku forsetakosningunum nú þegar talin hafa verið 24% atkvæða. Samkvæmt nýjustu tölum hefur hann fengið tæplega 60% talinna atkvæða.

Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, leiðtogi hins veraldlega CHP-flokks, hefur fengið tæplega 27% atkvæðanna.

Erdogan þarf meira en 50% atkvæða til að halda embætti sínu án þess að til komi önnur umferð til að skera úr á milli tveggja atkvæðamestu frambjóðendanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert